Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Máni semur við Keflavík
Mánudagur 17. nóvember 2014 kl. 16:54

Máni semur við Keflavík

Þorkell Máni Pétursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Keflvíkinga, en hann mun verða aðstoðarþjálfari liðsins ásamt Gunnari Magnúsi Jónssyni. Kristján Guðmundsson mun sem kunnugt er þjálfa liðið áfram.

Máni sem er mörgum kunnur sem útvarpsmaður og eldheitur knattspyrnuáhugamaður, hefur áður verið í herbúðum Keflvíkinga við góðan orðstír.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024