Málverk og magnaðir búningar boðnir upp hjá Keflavík
Það verða flottir knattspyrnubúningar og málverk boðin upp á Herrakvöldi Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem haldið er í kvöld en hefð hefur skapast fyrir uppboðum á kvöldinu undanfarin ár.
Keflvíkingurinn Sigtryggur Steinarsson setti saman myndband þar sem sjá má hvað verður í boði á þessu flotta kvöldi. Meðal gesta verður Gunnar á Völlum, Haukur í hljómsveitinni Dikta tekur lagið og Þorkell Máni Pétursson verður veislustjóri.