Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Malaðar í framlengingu
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 15:53

Malaðar í framlengingu

Njarðvík vann sigur á Grindavík í æsispennandi framlengdum leik í 1. deild kvenna í gær, 80-65.

Njarðvíkingar leiddu mestallan leikinn og voru yfir, 20-15 eftir fyrsta leikhluta og 39-31 í hálfleik.

Njarðvíkingar héldu forystunni allt fram í lokafjórðunginn þegar Grindvíkingar, sem eru í öðru sæti deildarinnar, söxuðu smátt og smátt á muninn.

Svandís Sigurðardóttir minnkaði muninn niður í tvö stig þegar skammt var til leiksloka og Myriah Spence, ameríski leikmaður Grindavíkur, jafnaði stuttu síðar. Ekki náðu Njarðvíkingar að komast aftur yfir og var leikurinn því framlengdur.

Njarðvíkingar tóku stjórnina í framlengingu og völtuðu hreinlega yfir gestina. Vera Janjic fór fyrir sínum liðsmönnum og skoraði 8 stig í 18-3 yfirhalningu.

Njarðvíkurstúlkur eru enn tveimur stigum á eftir Haukum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024