Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús til liðs við Grindavík
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 17:36

Magnús til liðs við Grindavík

Markvörðurinn Magnús Þormar er kominn í raðir Grindavíkur og mun leika með gulum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Er hann skrifaði undir samninginn við Grindavík þá voru fleiri að þar sem Scott Ramsay gerði nýjan fjögurra ára samning við liðið og þá er Jóhann Helgason búinn með lánssamning sinn hjá Val og er kominn aftur í Grindavíkina.

 

Á heimasíðu Grindavíkur, www.umfg.is er rætt við piltana en þetta höfðu þeir að segja:

 

Magnús Þormar

Hvers vegna ákvaðst þú að skipta yfir í Grindavík?

Ég hafði áhuga að spila fyrir klúbbinn. Hef verið undir stjórn Jankó hjá Keflavík áður og er ánægður með það sem hann hefur verið að gera bæði hjá Keflavík áður og síðasta sumar í Grindavík. Svo er staðsetningin hentug þar sem kærasta mín er héðan, dóttir Gunnlaugs formanns UMFG.  

 

Hvernig líst þér á samkeppnina við Óskar um markmannsstöðuna?

Maður lítur á þetta sem verkefni sem þarf að klára. Grindavík er með góðan markmannsþjálfara, Þorstein Magnússon,  sem er önnur ástæða fyrir því að ég samdi við Grindavík.

 

Jóhann Helgason

Velkominn aftur, ertu ekki bara ánægður að vera kominn á samning aftur?

Jú það verður gaman að taka þátt í þessari baráttu með Grindavík.

 

Sem samningsbundin Val síðasta sumar en lékst með Grindavík ertu þá ekki deildarmeistari í báðum deildum?

He he, jú ég er greinilega með besta recordið í sumar

 

Scott Ramsay

Ánægður með nýja samninginn?

Já hann er til fjögurra ára og ég vona að lappirnar haldi út það tímabil.

 

Jón Gíslason, formaður knattspyrnudeildarinnar

Í dag erum við að skrifa undir samning við þrjá góða leikmenn sem við erum mjög ánægðir að halda hjá okkur. Núna erum við að skoða tvo erlenda leikmenn og fáum vonandi niðurstöðu úr því seinna í mánuðinum en einnig erum við með einn íslenskan leikmann í sigtinu. Þannig að það eru þrír til fjórir sem við erum að skoða þessa stundina.  Einnig vorum við að skrifa undir við markmannsþjálfaran Þorstein Magnússon.

 

www.umfg.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024