Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús til Grindavíkur
Föstudagur 22. október 2010 kl. 16:11

Magnús til Grindavíkur

Magnús Björgvinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Magnús er 23ja ára og uppalinn í Stjörnunni þar sem hann lék 61 leik og skoraði 10 mörk. Hann lék í Þýskalandi síðasta vetur og gekk til liðs við Hauka í félagaskiptaglugganum í júlí og lék 10 leiki og skoraði eitt mark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús getur spilað bæði sem framherji og kantmaður en hann býr yfir miklum hraða og er líklega einn sprettharðasti leikmaður deildarinnar. Magnús er því góð viðbót við leikmannahóp Grindavíkur.

Magnús er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grindavík fyrir næstu leiktíð en Skotinn Jamie McCunnie skrifaði undir samning í gær en hann kom einnig frá Haukum. Grindavík leitar að enn frekari liðsstyrk fyrir næstu leiktíð.