Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Þormar líklega til liðs við Stjörnuna
Sunnudagur 29. október 2006 kl. 18:03

Magnús Þormar líklega til liðs við Stjörnuna

Markvörðurinn Magnús Þormar sem var varamarkvörður Keflavíkur í sumar er að öllum líkindum á leið í Stjörnuna í Garðabæ samkvæmt vefsíðunni www.fotbolti.net

Stjarnan og Keflavík eiga enn eftir að komast að kaupverði um leikmanninn en Hannes Þór Halldórsson sem var aðalmarkvörður Stjörnunnar á síðustu leiktíð gekk til liðs við Fram á dögunum. Magnús mun væntanlega fylla skarð Hannesar ef hann gengur til liðs við Garðbæinga.

Magnús var í markinu þegar Keflvíkingar urðu bikarmeistarar 2004 en var á bekknum í sumar þar sem Ómar Jóhannsson var aðalmarkvörður liðsins.

www.fotbolti.net



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024