Magnús Þórisson dæmir í leik Liverpool og Utrecht
Magnús Þórisson, dómari hjá Reyni Sandgerði mun vera endalínudómari í leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeildinni sem fram fer á Anfield á miðvikudag. Magnús hefur dæmt í efstu deild karla síðan árið 2003 og verið FIFA dómari frá árinu 2007.
Kristinn Jakobsson verður aðaldómari leiksins og Sigurður Ólafur Þorleifsson ásamt Ólafi Ingvari Guðfinnssyni verða aðstoðardómarar. Annar endalínudómari verður Þóroddur Hjaltalín Jr. og Erlendur Eiríksson verður fjórði dómari.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslensku dómarana en þeir hafa dæmt nokkra leiki í Evrópukeppnum á árinu sem og nokkra landsleiki.