Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Þórisson dæmir á ný undir merkjum Reynis
Föstudagur 29. október 2010 kl. 13:05

Magnús Þórisson dæmir á ný undir merkjum Reynis


Magnús Þórisson milliríkjadómari FIFA í knattspyrnu hefur ákveðið að snúa heim og dæma fyrir Reyni Sandgerði á nýjan leik en hann hefur dæmt fyrir nágranna okkar í Keflavík undanfarin 10 ár.

Magnús spilaði með Reyni í yngri flokkum og einnig með meistaraflokki félagsins. Magnús var á sínum tíma sendur á dómaranámskeið á vegum knattspyrnudeildar Reynis og steig því sín fyrstu skref á dómaraferlinum undir merkjum Reynis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús hefur dæmt í efstu deild karla síðan árið 2003. Hann er í dag einn fremsti knattspyrnudómari landsins og hefur verið undandarin ár, hann dæmdi til að mynda úrslitaleik Visa bikarsins á milli KR og Fjölnis 2008. Magnús hefur verið FIFA dómari frá árinu 2007 og hefur síðan þá tekist á við fjölmörg verkefni erlendis, bæði landsleiki og leiki félagsliða, m.a. var Magnús annar af „endalínudómurum“ á leik Lille frá Frakklandi og Levski Sofia frá Búlgaríu í C-riðli Evrópudeildar UEFA í síðustu viku.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis fagnar því að fá Magnús aftur til starfa í nafni Reynis, segir á heimasíðu félagsins.

Magnús Þórisson augnabliki eftir að hafa sent Grindvíkinginn Scott Ramsey í sturtu með rauða spjaldið,  fyrir það að láta Haukamann bragða á grasinu í leik í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi