Magnús Þórir yfirgefur Bítlabæinn
Magnús Þórir Matthíasson, knattspyrnumaður úr Keflavík, er genginn til liðs við Fylkismenn og samdi Magnúsvið Árbæingana til tveggja ára.
Magnús er 21 árs og hefur leikið ýmist sem miðjumaður eða kantmaður með Keflvíkingum. Hann skoraði 3 mörk í 17 leikjum í úrvalsdeildinni í sumar og á alls að baki 52 leiki og 7 mörk með liðinu í deildinni. Hann var í hópi 21-árs landsliðsins í haust, án þess að spila.
Samkvæmt heimildum hafði Breiðablik einnig áhuga á að fá Magnús í sínar raðir og um tíma þótti líklegast að hann færi þangað, en hann valdi að ganga til liðs við Fylki. Strax í haust mun hafa legið fyrir að Magnús myndi flytja á höfuðborgarsvæðið og hætta hjá Keflvíkingum.