Magnús Þórir skrifar undir
Keflvíkingar semja við lykilmenn
Bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um tvö ár. Magnús er enn einn leikmaðurinn sem skrifar undir hjá Keflavík, en að undanförnu hafa lykilleikmenn samið aftur við Pepsi-deilarliðið. Magnús lék 24 leiki með Keflvíkingnum í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Hinn 24 ára gamli Magnús, sem er uppalinn í Garðinum, spilaði fyrst fyrir meistaraflokk Keflavíkur árið 2007. Hann á að baki 103 leiki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 13 mörk.