Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Magnús Þórir kominn á heimaslóðir
Fimmtudagur 12. janúar 2017 kl. 13:21

Magnús Þórir kominn á heimaslóðir

Víðismenn semja við tvo sterka leikmenn frá Keflavík

Víðismenn hafa fengið mikinn liðsstyrk í fótboltanum en tveir sterkir leikmenn sömdu nýlega við liðið. Það eru þeir Magnús Þórir Matthíasson og Unnar Már Unnarsson og koma þeir báðir frá Keflavík

Magnús Þórir Matthíasson er 27 ára fæddur og uppalin í Garðinum. Magnús hefur leikið 129 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 18 mörk. Hann hefur einnig leikið 13 bikarleiki og skorað fjögur mörk auk eins leiks í Evrópukeppni og 33 leiki í deildarbikarnum þar sem mörkin eru 12.

Unnar Már Unnarsson 23 ára fæddur og uppalin í Keflavík. Unnar Már á skráða 17 leiki með Keflavík í efstu deild og 4 leiki í bikar. Hann er varnarmaður og gríðarlega öflugur strákur sem á eflaust eftir að smellapassa í ungt lið Víðismanna sem mun leika í 2. deild í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024