Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Magnús Þórir frá í mánuð
  • Magnús Þórir frá í mánuð
Miðvikudagur 4. mars 2015 kl. 06:00

Magnús Þórir frá í mánuð

Meiðslin ekki alvarleg.

Knattspyrnukappinn Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, verður frá í allt að mánuð vegna mjaðmameiðsla sem hafa verið að plaga hann uppá síðkastið.

Meiðslin eru ekki talin alvarleg að sögn Magnúsar en hann mun að öllum líkindum missa af leikjum Keflavíkurliðsins í Lengjubikarnum í mars en Keflvíkingar undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsídeildinni í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík tekur á móti Valsmönnum í Reykjaneshöllinni annað kvöld kl. 18:00 og eru stuðningsmenn hvattir til að koma og fylgjast með leiknum. Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins,  hefur verið óhræddur við að spila ungum og efnilegum leikmönnum í mótinu og því er kjörið tækifæri að kynna sér uppskeru grasrótarstarfsins í undirbúningsleikjunum sem framundan eru.