Magnús Þórir á heimaslóðir
Knattspyrnumaðurinn Magnús Þórir Matthíasson mun að öllum líkindum ganga frá samningi við sitt gamla félag, Keflavík á næstu dögum. Magnús hefur undanfarið leikið með Fylki í Árbænum en hann hyggst nú snúa aftur á heimaslóðir. Magnús Þórir er 22 ára gamall sóknarmaður sem skoraði tvö mörk í 20 leikjum með Fylki síðasta sumar.