Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. desember 2002 kl. 21:40

Magnús Þór tryggði Keflvíkingum sigur á síðustu sekúndunni

Keflavík sigraði Snæfell, 97:95, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram á Stykkishólmi. Damon Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig.Staðan í hálfleik var, 56:33 heimamönnum í hag og höfðu þeir mest 31 stiga forskot. Keflvíkingar gáfust þó ekki upp og náðu með miklu harðfylgi að komast yfir og voru síðustu mínúturnar mjög spennandi. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir leiddu heimamenn 95:94 og Keflvíkingar í sókn. Damon Johnson keyrði upp að körfunni og gaf á Magnús Þór Gunnarsson í opnu skoti og þakkaði hann pent fyrir sig með því að skora á síðustu sekúndu leiksins og tryggja gestunum sigurinn.
Damon var eins og áður sagði með 24 stig, Guðjón Skúlason setti 22 og Kevin Grandberg skoraði 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024