Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Þór líklega frá næstu 6-8 vikurnar
Þriðjudagur 15. október 2013 kl. 11:19

Magnús Þór líklega frá næstu 6-8 vikurnar

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, handarbrotnaði á æfingu liðsins í gær og verður líklega frá í 6-8 vikur vegna þessa. Um er að ræða skothendi kappans og sömu hendi og þar sem hann hefur fingurbrotnað sl. tvö ár.

Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Keflavíkurliðið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort Magnús muni þurfa að fara í aðgerð vegna brotsins en hann mun hitta handarsérfræðing sem mun skera úr um málið, segir á heimasíðu Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024