Magnús Þór leikur í Borgarnesi
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Skallagrím og leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfubolta. Stórskyttan Magnús lék með liðinu síðari hluta tímabils 2014-15 eftir að hann sagði skilið við Grindvíkinga og er hann því öllum hnútum kunnugur í Borgarnesi.
Magnús sem er 35 ára er gríðarlega öflugur og reynslumikill leikmaður sem á eftir að reynast Borgnesingum vel. Síðast skoraði hann um 15 stig í leik þegar hann lék með liðinu.