Magnús skrifar undir á Spáni
Magnus Þórir Matthíasson hefur skrifað undir hjá Keflavík og er því kominn aftur á heimaslóðir. Hann skrifaði undir samninginn á Oliva Nova á Spáni þar sem Keflavíkurliðið er í æfinga- og keppnisferð. Samningurinn gildir til loka ársins 2014.
Magnús Þórir er 23 ára gamall uppalinn Keflvíkingur. Hann lék með yngri flokkum liðsins og lék fyrst með meistaraflokki árið 2007. Hann á að baki 52 leiki fyrir Keflavík í efstu deild (sjö mörk), sex bikarleiki (þrjú mörk) og einn leik í Evrópukeppni. Magnús breytti til á síðasta ári og lék með Fylki en hefur nú snúið aftur.