Magnús orðinn þriðji leikjahæstur hjá Keflavík
Magnús Sverrir Þorsteinsson, sóknarmaður Pepsi-deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu lék sinn 200. leik í síðustu umferðinni um sl. helgi gegn KR. Þar með er hann orðinn þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.
Á lokahófi Keflavíkur um síðustu helgi fékk Magnús viðurkenningarplatta vegna þessara tímamóta. Einnig fengu þeir Ómar Jóhannsson og Jóhann R. Benediktsson viðurkenningu fyrir leikjafjölda, Ómar komst yfir 150 leiki í sumar (endaði í 165) og Jóhann náði 50 leikja takmarkinu (endaði í 64).
Hér má sjá fleiri myndir í ljósmyndasafni VF frá lokahófinu.
http://www.vf.is/ljosmyndavefur/a-keflavik/2283