Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús og Ivey verðlaunaðir í gær
Föstudagur 30. mars 2007 kl. 16:20

Magnús og Ivey verðlaunaðir í gær

Jeb Ivey, leikmaður Íslandsmeistara Njarðvíkur, og Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, voru heiðraðir í gærkvöldi á leik Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik.

 

Magnús var með bestu vítanýtinguna í Iceland Express deildinni í vetur en hann var með 88,5% nýtingu af línunni. Þá var Jeb Ivey heiðraður fyrir bestu þriggja stiga nýtinguna í vetur en hann hitti úr 47,2% þriggja stiga skota sinna.

 

Körfuknattleikssamband Íslands brá á þetta ráð fyrir úrslitakeppnina að veita tölfræðiverðlaun í úrslitakeppninni sjálfri en hér áður fyrr var það ávallt gert á lokahöfi Körfuknattleikssambandsins sem fram fer að loknu tímabili.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024