Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús og Baldur í liðinu í kvöld
Fimmtudagur 1. júní 2006 kl. 14:41

Magnús og Baldur í liðinu í kvöld

Magnús Þormar og Baldur Sigurðsson, leikmenn Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, verða í U 21 hópnum sem mætir Andorra kl. 18:15 á Akranesi í kvöld.

Leikurinn er seinni leikur þjóðanna en þeim fyrsta lauk með markalausu jafntefli í Andorra þar sem Íslendingar höfðu mikla yfirburði. Leikirnir eru í forkeppni fyrir EM 2007 en sigurliðið úr þessu einvígi mætir Austurríki á útivelli þann 16. ágúst og Ítalíu á heimavelli 1. september.

Það er því til mikils að vinna fyrir strákana og fólk hvatt til þess að fjölmenna upp á Skipaskaga í kvöld.

VF-mynd/ [email protected] - Baldur á siglingu gegn KR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024