Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús missir af Stjörnuleiknum
Miðvikudagur 11. janúar 2006 kl. 12:05

Magnús missir af Stjörnuleiknum

Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, var á dögunum valinn til þess að taka þátt í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í DHL – Höllinni n.k. laugardag. Magnús verður ekki með í leiknum en hann verður staddur erlendis er leikurinn fer fram. www.kki.is greindi frá þessu í dag.

Nate Brown leikmaður Snæfells verður einnig erlendis er leikurinn fer fram en þeir Pétur Már Sigurðsson, Skallagrím, og Eugene Christopher, Hetti, koma í stað Magnúsar og Nate.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024