Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús með 60 stig!
Sunnudagur 16. febrúar 2014 kl. 19:07

Magnús með 60 stig!

Allt úr þriggja stiga skotum

Það er óhætt að segja að Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson sé ein besta skytta sem Ísland hefur alið af sér í körfuboltanum. Magnús sýndi það og sannaði í dag þegar hann lék með B-liði Keflvíkinga en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 60 stig í leiknum, öll úr þriggja stiga skotum. Það gera 20 þriggja stiga körfur en til þess þurfti hann 35 tilraunir. Það gerir 57% nýtingu sem er ótrúlega gott. Nú er bara að fara í metabækurnar og athuga hvort einhver hafi hreinlega gert betur.

Þessi ómannlega frammistaða MG10 kom í 113-59 sigri gegn B-liði Skallagríms en Magnús er óðum að ná sér af meiðslum og reynir því að ná sér í spilatíma með B-liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024