Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Magnús leggur körfuboltaskóna á hilluna - spenntur fyrir þjálfun
Miðvikudagur 2. ágúst 2017 kl. 16:30

Magnús leggur körfuboltaskóna á hilluna - spenntur fyrir þjálfun

„Keflvíski körfuboltamaðurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann lék sitt síðasta tímabil með Skallagrími en lang stærsta hluta ferils síns hjá Keflavík. Karfan.is greinir frá.
Magnús var um tíma fyrirliði meistaraliðs Keflvíkinga sem kallað var Hraðlestin þegar liðið varð oft Íslands- og bikarmeistari. Magnús lék 76 landsleiki og var með fyrirliðabandið í mörgum þeirra.
„Heyrðu ég fann bara fyrir nokkru að þetta væri komið nóg.  Ér ég búinn að vera lengi í þessum bransa og ég hélt að ég gæti ekki sagt skilið við þetta, en það var auðveldara en ég hélt. Það er í raun engin ástæða, bara komið fínt, það er líka asnalegt að vera gaurinn sem gat eitthvað, þá er betra að fólk muni eftir mér sem sæmilegum leikmanni,” segir Magnús í viðtali við karfan.is þar sem hann segist stefna að því að taka að sér þjálfun í körfuboltanum.

Ítarlegra viðtal við Magnús á karfan.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024