Magnús í leikbanni í fyrsta leik
Magnús Þór Gunnarsson, fyrrum fyrirliði Keflavíkur og nú leikmaður Njarðvíkur, tekur út leikbann á fimmtudaginn þegar lið hans sækir nýliða FSu í fyrstu umferð Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Magnús í eins leiks bann í dag vegna atviks sem átti sér stað í viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur í Powerade-bikarnum fyrir skömmu.
Magnús skipti í sumar úr Keflavíkur yfir til Njarðvíkur og verður því að bíða fram í aðra umferð eftir að þreyta frumraun sína með Njarðvíkurliðinu í úrvalsdeildinni.
Mynd/VF: Magnús og Jón Júlíus Árnason, formaður kkd. UMFN, handsala hér samninginn um félagaskipti Magnúsar í vor.