Magnús hvetur stuðningsmenn til að sleppa dómararahrauni og leiðindum
Magnús Þór Gunnarsson stórskytta úr körfuboltaliði Keflvíkinga var ekkert að skafa utan af hlutunum í pistli sem hann birti á Facebook-stuðningsmannasíðu Keflavíkur. Hann bað menn að vera heima ef þeir ætluðu ekki að styðja liðið og sleppa leiðindum.
Svona hljómar pistill Magnúsar:
„Sælir stuðningsmenn. Við strákarnir í liðinu núna höfum ákveðið að láta aðeins í okkur heyra hérna!!
Þannig er það að við viljum fá ykkar stuðning í stúkunni í vetur vegna þess að það mun hjálpa okkur mikið inná vellinum. Enn ef þú kæri stuðningsmaður ætlar bara að mæta á leiki til þess að hrauna yfir dómara eða skíta okkur leikmenn út þá vinsamlegast vertu heima hjá þér!!! Við ætlum að berjast af krafti og hafa gaman og ef þú vilt ekki vera með í því þá er bara best að þu verðir heima hjá þér og öskrar á sjónvarpið þitt!! Fyrir hönd karla liðs Keflavíkur!! ÁFRAM KEFLAVÍK!!