Magnús: Hefðum mátt vinna stærra
„Þó að þeir hafi minnkað muninn niður í sex stig þá var þetta ekki í hættu. Við vorum kannski að flýta okkur of mikið undir restina – þá sérstaklega ég. Við unnum og það er það sem við ætluðum okkur að gera," sagði Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur eftir sigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Leikurinn lyktaði með 106-100 sigur Keflavíkur.
Magnús átti fínan leik í liði Keflavíkur í gær. Hann skoraði 27 stig í góðum heimasigri Keflavíkur. Víkurfréttir ræddu við Magnús eftir sigur liðsins gegn Þór í gær. Einnig er rætt við Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þór Þorlákshafnar.