Magnús Gunnarsson aftur í landsliðinu hjá Öquist
Peter Öqvist, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið átján leikmenn í æfingahóp sem mun koma saman um næstu helgi. Þar með er undirbúningur hafinn fyrir verkefni haustsins en þá mun íslenska liðið leika tíu leiki á mánaðartímabili, þar af fimm heimaleiki.
Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson er aftur kominn í hópinn en fjarvera hans úr hópnum vakti nokkra athygli í fyrra. Fleiri Suðurnesjamenn eru í hópnum og er Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson sömuleiðis kominn aftur inn í hópinn .
Æfingahópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
Logi Gunnarsson · Solna Vikings · 80 landsleikir
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík · 73 landsleikir
Helgi Magnússon · 08 Stockholm · 66 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson · Zaragoza · 53 landsleikir
Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons · 53 landsleikir
Jakob Sigurðarson · Sundsvall Dragons · 50 landsleikir
Sigurdur Gunnar Þorsteinsson · Grindavik · 27 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson · MBC · 20 landsleikir
Pavel Ermolinskij · Norrköping Dolphins · 20 landsleikir
Brynjar Þór Björnsson · Jämtland · 15 landsleikir
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavik · 14 landsleikir
Finnur Atli Magnússon · KR · 8 landsleikir
Fannar Helgason · Stjarnan · 5 landsleikir
Axel Kárason · Værløse · 4 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson · Manresa · 3 landsleikir
Ægir Steinarsson · Newberry · 2 landsleikir
Justin Shouse · Stjarnan · Nýliði
Árni Ragnarsson · Fjölnir · Nýliði
Þorleifur Ólafsson · Grindavík · 18 landsleikir · Gefur ekki kost á sér vegna meiðsla.
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell · 2 landsleikir · Gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.
Guðmundur Jónsson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði · Gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.