Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús frá Danmörku til UMFN?
Mánudagur 15. nóvember 2010 kl. 15:03

Magnús frá Danmörku til UMFN?


Magnús Gunnarsson, stórskytta úr Njarðvík og áður Keflavík er kominn til Íslands og líklega á leiðinni til Njarðvíkinga sem hann lék með á síðasta ári. „Ef ég kem heim þá verð ég í grænu,“ sagði hann í viðtali við VF fyrir helgina um gang mála í Danmörku en þá var það ekki komið í „loftið“ að hann væri á leiðinni heim.


Magnús hefur sannarlega látið til sín taka og vakið verðskuldaða athygli þar ytra. Hann fór utan í haust ásamt Arnari Frey Jónssyni félaga sínum úr landsliðinu til að leika með liði Aabyhöj í bænum Árhús á Jótlandi. Arnar varð fyrir því óláni að slíta krossband skömmu eftir að þeir komu út og hefur því enn ekkert leikið með liðinu. Magnús hefur hins vegar fundið sig vel og er sem stendur með tæp 14 stig að meðaltali í leik og leiðir deildina í flestum hittum þriggjastiga körfum í leik með 3.11 að meðaltali í leik. Magnús sem ávallt hefur verið ófeiminn við að skjóta leiðir einnig deildina í flestum þriggjastiga tilraunum með 8.67 skot að meðaltali í leik. Magnús er einnig meðal 20 efstu manna í stoðsendingum og stolnum boltum í deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir gott gengi hjá stórskyttunni þá munu fjölskylduaðstæður hafa spilað inn í að Magnús vill koma heim.

Myndir: Magnús í aksjón í Danaveldi þar sem hann hefur farið mikinn.