Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús dæmir í Wales
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 15:10

Magnús dæmir í Wales

Knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson sem dæmir fyrir Keflavík í Landsbankadeildinni mun dæma seinni leik Llanelli og Vetra Vilnius í Inter-Toto keppninni næstkomandi sunnudag. Fyrri leikur liðanna fór 3-1 fyrir Vilnius frá Litháen og mun þessi síðari leikur fara fram í Wales. Leikurinn á sunnudag er jafnframt fyrsta Inter-Toto verkefni Magnúsar og því komin mikil tilhlökkun í kappann en hann á þó eftir erfiðan grannaslag hér heima áður en hann kemst úr landi.

 

Nágrannarnir Breiðablik og HK mætast í grannarimmu í Kópavogi í kvöld í Landsbankadeild karla þar sem Magnús verður dómari og honum til aðstoðar á hliðarlínunum verða þeir Oddbergur Eiríksson og Gunnar Sverrir Gunnarsson en báðir verða með Magnúsi í Wales um helgina. „Þetta er spennandi verkefni og því er grannaslagur Breiðabliks og HK góður undirbúningur fyrir leikinn um helgina. Það voru rauð spjöld og mikil læti í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni svo það er von á miklu fjöri í Wales um helgina,” sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir.  

 

Mynd: Magnús Þórisson dæmir grannaslag í Kópavoginum í kvöld og heldur svo síðar í vikunni út til Wales.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024