Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús bestur Njarðvíkinga
Þriðjudagur 2. október 2018 kl. 09:49

Magnús bestur Njarðvíkinga

Magnús Þór Magnússon var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar Njarðvíkur sem fram fór á dögunum. Kenneth Hogg var markahæstur Njarðvíkinga í sumar og Krystian Wiktorowicz var valinn efnilegasti leikmaðurinn.

Njarðvíkingar komu flestum á óvart í Inkasso deildinni og enduðu í sjötta sæti og jöfnuðu þar með besta árangur liðsins í Íslandsmóti frá upphafi. Liðinu var spáð falli af flestum sérfræðingum. Þjálfarinn Rafn Markús Vilbergsson vakti athygli og heyrst hefur að hann sé eftirsóttur, en hann fékk m.a. atkvæði sem þjálfari ársins hjá vefsíðunni Fótbolti.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024