Magnþrungnar lokasekúndur
Grindavíkingar sigruðu Fjölni í gærkvöldi þegar liðin áttust við í æsispennandi viðureign í Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Úrslit leiksins urðu 90-85.
Fjölnismenn höfðu undirtökin framan af en Grindvíkingar komust yfir þegar tæp hálf mínúta var eftir með þriggja stiga körfu frá Þorleifi Ólafssyni. Munurinn var aðeins eitt stig, 86-85. Grindvíkingum tókst í kjölfarið að sigra með fimmt stiga mun. Amani bin Daanish var stigahæstur Grindvíkinga með 29 stig en Chris Smith skoraði 23 fyrir Fjölni.
VFmynd/HBB - Þriggja stigakarfa Þorleifs Ólafssonar gerði gæfumuninn fyrir Grindvíkinga.