Magnaður árangur í Metabolic
Í öllu þessu tali um offitu og hreyfingaleysi er gott að geta glatt sig yfir því að það er hellingur af fólki úr Reykjensbæ að ná miklum árangri í heilsuræktinni. Ekki bara keppnisíþróttafólkið okkar heldur líka venjulegt fólk sem er að komast í mun betra form. Þá erum við ekki bara að tala um fituprósentur, sentímetra eða kíló heldur alvöru bætingar en í Metabolic er aðaláherslan á að byggja upp gott líkamlegt atgervi og er unnið með þol, styrk og kraft. Í bónus kemur mikil fitubrennsla.
Síðast liðinn laugardag mættu 50 Metabolicarar í sitt annað hreystipróf og það var hreint ótrúlegt að sjá muninn. Prófið tekur eina mínútu á hverja æfingu. Skemmst er frá því að segja að við fengum 333 fleiri englahoppshnébeygjur, 168 fleiri armbeygjur, 525 fleiri kaðalsveiflur, 595 fleiri handafærslur í planka og hlaupið var 730 metrum lengra. Frábær bæting þar á forminu!
Mikil sprenging hefur orðið í Metabolic sem Helgi Jónas Guðfinnsson er höfundur af. Frá og með 20. febrúar verða 12 opnir tímar í töflu í íþróttahúsinu á Ásbrú, morgun-, hádegis- og seinnipartstímar. Þá er fyrsta Metabolic ÁTAK KVK námskeiðinu að ljúka og nýtt að hefjast 20. febrúar. ÁTAK KVK námskeiðið er kennt á þriðjudags-, fimmtudags- og laugardagsmorgnum en þátttakendur mega líka mæta í alla opna tíma í töflu. Það eru þær Dunna og Inga Fríða sem kenna ÁTAK tímana, Ásdís Ragna grasalæknir heldur fyrirlestra um mataræðið og 6 vikna matseðlar frá dr. Chris Mohr fylgja með ásamt gagnlegum pistlum frá Helga Jónasi. ÁTAK námskeiðið er tilvalið fyrir þær sem vilja byrja rólegar í lokuðum hópi.
Ef þú vilt bæta þér í hóp Metabolicara ættirðu að skoða www.styrktarthjalfun.is eða heimsækja okkur á www.facebook.com/styrktarthjalfun
Þú átt skilið að vera í góðu formi!