Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnaður árangur á Reykjavíkurleikunum
Bjarni Darri Sigfússon hafnaði í þriðja sæti í glímu. Að neðan má sjá Heiðrúnu Fjólu reyna að kasta andstæðingi sínum.
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 09:10

Magnaður árangur á Reykjavíkurleikunum

Njarðvíkingar sterkir í bardagaíþróttum

Nú standa yfir Reykjavík International Games eða Reykjavíkur leikarnir sem er stærsti árlegi íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi. Í ár voru sex keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Njarðvíkur á mótinu. Það voru þau Catarina Chainho Costa, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Halldór Matthías Ingvarsson, og Gunnar Gústav Logason sem kepptu í tveimur greinum, backhold og glímu. Bjarni Darri Sigfússon keppti í júdó og glímu og Ægir Már Baldvinsson keppti í júdó, glímu og backhold.

Bjarni og Ægir komust í undan úrslit í júdó. Báðir fengu þeir svo tækifæri til að glíma um brons sætið sem má teljast nokkuð gott vegna ungs aldurs þeirra því þetta mót er fyrir fullorðna og margir sterkir erlendir þáttakendur á þessu móti. Ægir laut í lægra haldi í þeirri viðureign en Bjarni sigraði Íslandsmeistarann síðan í fyrra í fullorðins flokki á armlás og varð því þriðji á þessu sterka móti.

Ægir og Bjarni tóku líka þátt í Glímumótinu. Á gímumótinu voru fjölmargir erlendir keppendur frá Svíþóð, Sri Lanka og skoska landsliðið eins og það lagði sig. Þannig fór að Ægir varð í öðru sæti og Bjarni í því þriðja á eftir Skotanum Ryan Ferry. 

Gunnar Gústav Logason varð þriðji í +80kg flokki í glímunni og lagði þar nokkra vel reynda glímumenn. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð fjórða í glímunni og þriðja í -65kg flokknum í backhold og kom öllum á óvart og varð einnig þriðja í +65kg flokknum.

Hinn ungi og gríðarsterki Halldór Matthías Ingvarsson sem er nýorðinn 15 ára varð annar í +80kg flokki U21 í glímu og sigraði síðan sinn flokk í flokki undir 21 í backhold eftir erfiðar rimmur við andstæðinga sína.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024