Magnaðir yfirburðir hjá ÍRB
ÍRB vann sannfærandi sigur á aldursflokka móti Íslands (AMÍ) annað árið í röð með 1749 stigum. Liðið í öðru sæti hlaut 959 stig og þriðja liðið 829 stig. Liðið bætti sig mikið frá því í fyrra en þá sigruðu ÍRB liðar einnig AMÍ, en með 1393 stigum og liðið í öðru sæti var aðeins 60 stigum undan. Sannarlega miklir yfirburðir þetta árið.
Á lokahófi mótsins sem fram fór í Stapa í gær fengu liðsmenn ÍRB fjölda viðurkenninga. Íris Ósk Hilmarsdóttur og Eydísi Ósk Kolbeinsdóttur fengu viðurkenningar sem stigahæstu sundmenn í sínum flokki og Birta María Falsdóttir fékk Ólafsbikarinn.
85% sundmanna liðsins voru að bæta tímana sína þetta árið sem er frábær árangur. Allir sundmenn náðu að bæta a.m.k. einn tíma á þessu móti flestir miklu fleiri og sumir alla.