Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnaðir Njarðvíkurpiltar bikarmeistarar
Sunnudagur 6. mars 2005 kl. 18:16

Magnaðir Njarðvíkurpiltar bikarmeistarar

10.flokkur karla er sigursælasti flokkur UMFN frá upphafi. Þeir urðu í dag Bikarmeistarar er þeir sigruðu Snæfell örugglega í úrslitaleik 49-75 en UMFN hafði 26-51 forystu í hálfleik.

Það var jafnræði með liðunum fyrstu 5 mínútur leiksins og staðan 10-10 en þá fór allt á fullt og eftir 11 mínútur var munurinn orðinn 20 stig, 16-36 Njarðvíkingum í vil.

Elías Kristjánsson var funheitur í fyrri hálfleik og gerði þá 19 af 22 stigum sínum.
Það má segja að síðari hálfleikur hafi verið formsatriði. Munurinn var mestur 35 stig, 30-65 en Hólmararnir áttu ágætan endasprett og lokatölur 49-75.

Elías Kristjánsson var stigahæstur með 22 stig og tók að auki 11 fráköst og stal 4 boltum. Hjörtur Hrafn Einarsson gerði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Friðrik Guðni Óskarsson var með 14 stig og 5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson gerði 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Ragnar Ólafsson var með 8 stig, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 fráköst. Ólafur ómarsson gerði 3 stig en þeir Hilmar Hafsteinsson, Sigurður Svansson, Jóhann Eggertsson og Anton Pálsson léku án þess að skora.

Strákarnir eru þar með tvöfaldir Bikarmeistarar - en þeir sigruðu Val í úrslitaleik í 11.flokki í gær, ásamt þeim Þorgils og Jakobi.

Liðið hefur nú unnið alla þá titla sem þeir hafa spilað um, Íslandsmeistarar síðustu 4 ár, Bikarmeistarar síðustu 2 ár, Scania Cup meistarar síðustu 2 ár og að auki orðið Íslandsmeistarar einu sinni og Bikarmeistarar tvisvar árið upp fyrir sig.

Tölfræði úr leiknum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024