Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnaðir Mið-Íslendingar í Hljómahöll
Ari Eldjárn, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð voru frábærir í gær.
Föstudagur 10. október 2014 kl. 10:05

Magnaðir Mið-Íslendingar í Hljómahöll

Suðurnesjamenn hlógu dátt í gær

Uppistandshópurinn vinsæli, Mið-Ísland, sló algjörlega í gegn með skemmtun sinni í Hljómahöll í Reykjanesbæ í gær. Full var út úr dyrum og uppselt fyrir nokkru síðan. Gestir skemmtu sér konunglega, hlátrasköllin ægileg og víða mátti sjá tár á hvarmi. Strákarnir voru að skemmta í fyrsta sinn á Suðurnesjum. Þeir koma væntanlega fljótlega aftur, enda höfðu þeir á orði að ákaflega gaman væri að skemmta í Hljómahöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Það var smekkfullt í Hljómahöllinni í gær.