Magnað ár hjá Nes
Lokahófið fór fram um helgina - Myndir
Lokahóf Nes var haldið þriðjudaginn 11. júní í 88 húsinu við Hafnargötu í Reykjanesbæ og var mikil stemning að venju. Mikill fjöldi iðkenda og aðstandenda mættu á svæðið og var boðið upp á grillaðar pylsur sem runnu ljúflega ofan í mannskapinn. Fram fór verðlaunaafhending sem jafnan er beðið með mikilli eftirvæntingu en veitt eru verðlaun í frjálsum íþróttum, boccia, knattspyrnu, sundi og Garpasundi sem er nýjung hjá Nes. Þjálfarar veittu verðlaun hver fyrir sína grein fyrir mestu framfarir eldri og yngri og besti iðkandinn eldri og yngri. Auk þessa voru valdnir besti félaginn eldri og yngri, hvatningarbikar sem er farandsbikar og afreksmaður Nes. Hvatningarbikarinn hlaut Bryndís Brynjólfsdóttir og afreksmaður Nes var valinn Sigurður Guðmundsson.
Það hefur verið nóg að gera hjá Íþróttafélaginu Nes á þessu ári. Laugardaginn 8. júní var haldið bikarmót Íþróttafélags fatlaðra í sundi á Akureyri. Bláa Lónið er einn af aðal styrktar- og samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra og var í fyrsta skipti keppt um hinn veglega Blue Lagoon bikar. Nes mætti með fríðan hóp keppenda sem sýndu miklar framfarir og hefur árangur Nes aldrei orðið eins góður og núna. Félagið bætti sig um rúm 3000 stig og hafnaði í 4. sæti og stefnir í harða baráttu um verðlaunasæti á næsta ári. Allir keppendur Nes stóðu sig með miklum sóma og er sundið á hraðri uppleið innan félagsins.
Sunnudaginn 9. júní hélt Íþróttasamband fatlaðra íslandsmót í frjálsum íþróttum í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þó svo að ringt hafi eldi og brennistein frá miðbiki mótsins létu Nesarar það ekki á sig fá eins og sannir Suðurnesjamenn og stóðu sig með mikilli prýði. Liðið kom heim með 3 gull, 6 silfur og 3 brons en auk þess voru Nesarar fjölmennasta félagið á mótinu. Á dögunum sigraði Nes á Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu (í flokki getumeiri) og eru NES því Íslandsmeistarar í 1. deild boccia bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni.
Bryndís Brynjólsfdóttir hlaut hvatnigarbikarinn.
Haukur Gunnarsson.
Haffi Haff sá um fjörið á lokahófinu.
Sigurður Guðmundsson er afreksmaður NES árið 2013.
Konráð Ólafur Eysteinsson.
Myndir Guðmundur Sigurðsson.