Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Maggi Tóka og Hámundur mætast í úrslitum tippleiks Víkurfrétta
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 11. maí 2024 kl. 16:24

Maggi Tóka og Hámundur mætast í úrslitum tippleiks Víkurfrétta

Undanúrslitin í tippleik Víkurfrétta fóru fram í dag og þó svo að öllum leikjum sé ekki lokið, er ljóst að það verða Maggi Tóka og Hámundur Örn Helgason sem mætast í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Maggi Tóka var sjóðandi heitur á móti Grétari Ólafi Hjartarsyni, sem endaði efstur eftir tippleikinn í vetur. Maggi er með tíu rétta og gæti farið í ellefu en Grétar er bara með sjö leiki rétta og því ljóst hver niðurstaðan verður í þeim leik.

Í hinni viðureigninni gæti Gunnar Már jafnað Hámund en það myndi ekki duga til því Hámundur er með fjóra rétta í leikjum með einu merki, á móti tveimur leikjum Gunnars Más.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grétari og Gunnari hér með þökkuð þátttakan og í hönd fer undirbúningur fyrir sjálfan úrslitaleikinn á milli Hámundar og Magga Tóka.