Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mæta botnliðinu í kvöld
Fimmtudagur 2. ágúst 2007 kl. 11:59

Mæta botnliðinu í kvöld

Keflavík mætir Þór/KA í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15 á Akureyrarvelli. Keflavík mátti sætta sig við 5-0 ósigur gegn KR í síðustu umferð og er Keflavík komið niður í 4. sæti deildarinnar með 12 stig en Blikakonur náðu þriðja sætinu af Keflavík og hafa 13 stig í deildinni. Þór/KA situr á botni deildarinnar með 3 stig en síðast þegar Keflavík og Þór/KA mættust höfðu Keflvíkingar 7-0 stórsigur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024