Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Maciek tryggði Njarðvíkingum sigur með þristi í lok framlengingar
Maciek Baginski var hetja kvöldsins þegar hann setti niður risaþrist í lok framlengingar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. mars 2022 kl. 21:25

Maciek tryggði Njarðvíkingum sigur með þristi í lok framlengingar

Njarðvíkingar komust á topp Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir hörkuleik gegn Breiðabliki í kvöld. Macik Baginski reyndist hetja kvöldsins en hann setti niður tvo þrista í framlengingunni, þann seinni úr þröngri stöðu þegar skammt lifði leiks.

Breiðablik - Njarðvík 116:120

(25:30, 18:26, 25:26, 32:18, 16:20)

Það var boðið upp á hörkuleik í Smáranum og gestirnir frá Njarðvík þurftu að hafa fyrir hlutunum. Njarðvíkingar leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta (25:30) og juku forskotið í þrettán stig í hálfleik (43:56). Áfram héldu Njarðvíkingar að leiða leikinn í seinni hálfleik og þeir höfðu náð fjórtán stiga forystu þegar þriðji leikhluti var úti (68:82).

Í fjórða leikhluta snerist allt á sveif með heimaliðinu sem vann upp fjórtán stiga muninn, jöfnuðu og komust yfir í stöðunni 92:91. Blikar höfðu fimm stiga forystu (98:93) þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka en Njarðvíkingar jöfnuðu þegar Mario Matasovic setti niður tvö vítaköst í blálokin (100:100).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framlengingin var hrikalega spennandi og liðin skiptust á forystunni, það voru hins vegar fjórir þristar sem Njarðvík setti niður sem gerðu útslagið – sá síðasti var risaþristur hjá Baginski sem tryggði Njarðvík risasigur.

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld, hann setti niður þrist í upphafi framlengingar.

Frammistaða Njarðvíkinga: Haukur Helgi Pálsson 22/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 20/6 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Fotios Lampropoulos 18/14 fráköst, Mario Matasovic 17/9 fráköst/3 varin skot, Veigar Páll  Alexandersson 13/8 fráköst, Nicolas Richotti 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0, Elías Bjarki Pálsson 0.

Tengdar fréttir