Maciej genginn í raðir Þórsara
Leikur undir stjórn Einars Árna í Þorlákshöfn
Njarðvíkingurinn Maciej Stanislav Baginski mun á næstu leiktíð leika með liði Þórs í Þorlákshöfn í Domino's deildinni í körfubolta. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Maciej hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið stórt hlutverk í Njarðvíkurliðinu undanfarin ár og vakti hann verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni í ár. Á liðinni leiktíð var Maciej með 12,3 stig og 11,4 framlagsstig. Fyrir hjá Þór hittir hann Njarðvíkinginn Einar Árna Jóhannsson þjálfara, sem hefur einmitt þjálfað Maciej frá því að hann var gutti.