Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Má ekki bæði þjálfa og dæma körfuboltann
Fimmtudagur 17. ágúst 2017 kl. 13:52

Má ekki bæði þjálfa og dæma körfuboltann

Keflvíkingurinn Jón Guðmundsson hefur bæði verið að þjálfa og dæma í körfuboltanum. Jón lék með yngri flokkum Keflavíkur í körfuboltanum hér á árum áður en snéri sér síðan að þjálfun. Hann hefur þjálfað í 33 ár og verið að dæma í 15 ár. Nú hefur KKÍ breytt reglum þannig að nú má hann ekki bæði þjálfa og dæma. Hann stendur því fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að hætta öðru hvoru.

Jóns hefur ekki gert það upp við sig hvað hann geri í stöðunni. „Þetta er mjög erfið ákvörðun og ég þarf að hugsa þetta vel. Ég get því miður ekki svarað því hvort verði líklegra fyrir valinu,“ sagði Jón.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024