Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lýsingarbikarinn: Tvíhöfði í Grindavík
Sunnudagur 28. janúar 2007 kl. 12:03

Lýsingarbikarinn: Tvíhöfði í Grindavík

Undanúrslit Lýsingarbikarkeppninnar í körfuknattleik fara fram í dag í karla- og kvennaflokki. Tveir leikir verða í Grindavík og einn í Hveragerði en síðasti undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun, mánudag, í Keflavík.

 

Fyrsti leikur dagsins er viðureign Grindavíkur og Hauka í kvennaflokki kl. 17:00 í Röstinni í Grindavík. Seinni leikur dagsins í Grindavík er viðureign heimamanna í karlaflokki gegn ÍR sem hefst kl. 19:15.

 

Í Hveragerði mætast Hamar/Selfoss og Keflavík kl. 19:15 en á morgun tekur kvennalið Keflavíkur á móti Hamarskonum í Sláturhúsinu kl. 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024