Lýsingarbikarinn: Reynismenn duttu út eftir hetjulega baráttu
Um helgina fóru 32 liða úrslit Lýsingarbikarsins fram þar sem Njarðvík, Keflavík og Grindavík komust öll áfram en Reynir Sandgerði helltist úr lestinni er þeir töpuðu gegn Hamri/Selfoss eftir hetjulega baráttu.
Leikur Reynis og Hamars/Selfoss fór fram í Sandgerði og lauk honum 89 – 100 fyrir gestunum. Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í hálfleik, 47 – 49, en Hamar/Selfoss seig svo hægt og rólega fram úr og eru því komnir áfram í 16 liða úrslitin.
Njarðvíkingar burstuðu Fjölni B 52 -103 og Grindvíkingar lögðu Hauka B 56 – 123.
Keflvíkingar mættu Fjölni í gær og höfðu þar betur 104 -96 í Sláturhúsinu. 16 liða úrslit Lýsingarbikarsins fara fram á nýju ári eða þann 8. janúar 2006.
Leikur Reynis og Hamars/Selfoss fór fram í Sandgerði og lauk honum 89 – 100 fyrir gestunum. Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í hálfleik, 47 – 49, en Hamar/Selfoss seig svo hægt og rólega fram úr og eru því komnir áfram í 16 liða úrslitin.
Njarðvíkingar burstuðu Fjölni B 52 -103 og Grindvíkingar lögðu Hauka B 56 – 123.
Keflvíkingar mættu Fjölni í gær og höfðu þar betur 104 -96 í Sláturhúsinu. 16 liða úrslit Lýsingarbikarsins fara fram á nýju ári eða þann 8. janúar 2006.