Lýsingarbikarinn: Öll úrvalsdeildarliðin örugglega áfram
Í gærkvöldi lauk 32 liða úrslitum í Lýsingarbikar karla í körfuknattleik. Þegar dregið var í 32 liða úrslit kom í ljós að enginn leikur yrði á milli úrvalsdeildarliða í 32 liða úrslitum. Öll liðin í efstu deild komust örugglega áfram.
Bræðurnir Björn Einarsson og Einar Einarsson mættust í Vestmannaeyjum í gær. Björn þjálfar og leikur með ÍBV en Einar er aðstoðarþjálfari Keflavíkur. Þetta var í fyrsta sinn sem ÍBV og Keflavík mætast í körfuboltaleik og höfðu Keflvíkingar betur í leiknum, 65-120 en leikið var í Vestmannaeyjum.
Þá komust Njarðvíkingar einnig áfram í gær eftir öruggan 49-94 sigur á liðið Vals B. ÍR lagði Mostra 48-122 og Fjölnir burstaði KR B 66-92. Þá máttu kempurnar í Keflavík B sætta sig við 70-131 ósigur gegn Þór Akureyri.
Á Egilsstöðum vannst eini heimaleikurinn í 32-liða úrslitunum þegar Höttur sigraði lið KV 106-55.
Það eru því 16 lið eftir í Lýsingarbikar karla:
ÍR
Hamar
Keflavík
Njarðvík
Snæfell
Tindastóll
KR
Grindavík
Fjölnir
Skallagrímur
Þór Akureyri
Stjarnan
FSu
Þróttur Vogum
Þór Þorlákshöfn
Höttur
Þarna eru öll 12 liðin úr Iceland Express deildinni og 4 lið úr 1. deild. Það er því öruggt að það verða einhverjir stórleikir í 16-liða úrslitunum sem verða leikin í 8.-9. desember næstkomandi.