Lýsing Gokart brautarinnar
Í gær var unnið að því að koma upp ljósastaurum við gokartbrautina í Reykjanesbæ. Nýju staurarnir taka við af eldri sem voru settir upp í fyrra. Ljósastaurarnir eru tólf talsins og auka birtu um 70% frá því sem áður var en nýju kastararnir eru 400 watta. „Við getum núna keyrt allan sólarhring“, segir Stefán Guðmundsson eigandi Reis bíla.
ESSO-Reis bíla mótið er nú í fullum gangi og margir mjög góðir ökumenn hafa tekið þátt. „Helgin er þétt bókuð og við erum hættir að taka við pöntunum“, segir Stebbi. Ökumennirnir sem taka þátt eru flestir vanir menn en aðeins einn Suðurnesjamaður hefur tilkynnt þátttöku. Tímatökum lýkur nk. mánudag en allir geta keppt á mótinu. Keppnin fer fram á bílum í eigu Reis en þeir 12 sem ná bestu tímunum komast áfram og taka þátt í móti sem fer fram á gokartbrautinni fimm sunnudaga í röð. Listinn yfir bestu tímana er birtur reglulega á formúluvef mbl.is.
ESSO-Reis bíla mótið er nú í fullum gangi og margir mjög góðir ökumenn hafa tekið þátt. „Helgin er þétt bókuð og við erum hættir að taka við pöntunum“, segir Stebbi. Ökumennirnir sem taka þátt eru flestir vanir menn en aðeins einn Suðurnesjamaður hefur tilkynnt þátttöku. Tímatökum lýkur nk. mánudag en allir geta keppt á mótinu. Keppnin fer fram á bílum í eigu Reis en þeir 12 sem ná bestu tímunum komast áfram og taka þátt í móti sem fer fram á gokartbrautinni fimm sunnudaga í röð. Listinn yfir bestu tímana er birtur reglulega á formúluvef mbl.is.