Lyn í 3. sæti
Norska úrvalsdeildarliðið Lyn skaust í gær upp í 3. sæti deildarinnar með 2-1 sigri á Viking. Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Keflavíkur, lék allan leikinn og hefur hann staðið sig með stakri prýði að undanförnu. Lyn hefur leikið mjög vel eftir sumarfríið í norsku deildinni og eiga Stefán og félagar jafnvel möguleika á verðlaunasæti ef áfram heldur sem horfir.
Heimild: www.fotbolti.net
VF-mynd/ Stefán í leik með Lyn