Lyn gefur ekkert eftir í toppbaráttunni
				
				Jóhann B. Guðmundsson og félagar í Lyn sigruðu Stabæk 2-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jóhann kom inná í lok síðari hálfleiks. Lyn er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 45 stig, einu stigi á eftir Rosenborg. Fjórar umferðir eru eftir í deildinni og möguleikar Lyn á meistaratitlinum eru því enn mjög góðir.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				