Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 12. ágúst 2002 kl. 11:29

Lyn fallið af toppnum

Jóhann Birnir Guðmundsson og félagar í norska liðinu Lyn töpuðu í gær gegn Moss, 1-0, á heimavelli. Jóhann var ekki í byrjunarliði Lyn en kom þó inná strax í fyrri hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríð undanfarið. Með tapinu tóku Lyn og Rosenborg sætaskipti en það síðarnefnda hefur unnið titilinn síðustu tíu ár og er því komið á kunnulegar slóðir.Mikil spenna er á toppi deildarinnar en Rosenborg er með 36 stig í efsta sæti, Lyn er í öðru sæti með 35 stig og í þriðja sæti er Molde með 34 stig.
Það hefur ekki gengið mjög vel hjá Lyn eftir að nýji þjálfarinn tók við eftir sumarfrí og til að mynda hefur liðið aðeins fengið eitt stig út úr fjórum síðustu leikjunum sem verður að teljast slakt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024