Lyn enn á toppnum í Noregi
Jóhann Birnir Guðmundsson lék með Lyn í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsta jafntefli liðsins á tímabilinu en fyrir hafði Lyn sigrað í sex leikjum og tapað tveimur. Lyn er enn á toppi deildarinnar með 25 stig eftir níu umferðir, tveimur stigum á undan Molde sem er í 2. sæti með 23 stig.